Hlédís og Andrea. Ljósm. frg.

Útvarp Akranes komið í loftið

Útvarp Akranes hóf útsendingar í dag. Sent er út á FM 95.0 og á www.ia.sund.is Skessuhorn leit við hjá útvarpsstöðinni við Akratorg. Ríkjandi Skagamaður ársins, Andrea Þ. Björnsdóttir var þá í viðtali hjá Hlédísi Sveinsdóttur og við dyr útvarpssalarins beið Birgir Þórisson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi og tónlistarfrömuður. Hjördís Hjartardóttir, starfsmaður útvarpsins gætti þess að allt færi vel fram. Ólafur Páll Gunnarsson sá svo um að tæknimál gengju snurðulaust fyrir sig.

Það er Sundfélag Akraness sem stendur fyrir Útvarpi Akranes en útvarpið er ein mikilvægasta fjáröflun sundfélagsins. Útvarp Akranes sendir út fram á kvöld og lýkur dagskránni með Rokkþingi í umsjón Jóns Allanssonar og Tómasar Andréssonar. Dagskráin hefst síðan bæði á laugardag og sunnudag kl. 9:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira