Tuttugu voru greindir með veiruna í gær

Í gær voru 20 greindir með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is og þar af voru einungis níu í sóttkví. Þetta er mesti fjöldi smita sem hefur greinst frá 10. nóvember sl. Fólki hefur fjölgað milli daga bæði í einangrun og sóttkví á landinu. Í dag eru 176 í einangrun vegna Covid-19 en voru 166 í gær. 528 eru í sóttkví samanborið við 446 í gær. 42 liggja á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af eru tveir á gjörgæslu. Nýgengi innanlandssmita er nú 35,7 sem er aðeins hærra en í gær þegar það var 32,5.

Fækkar um einn á Vesturlandi

Nú eru fjórir í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi og fækkar um einn frá í gær; eru nú einn á Akranesi, einn í Borgarnesi og tveir í Grundarfirði. Ennþá eru sjö í sóttkví í landshlutanum; fjórir á Akranesi, einn í Borgarnesi, einn í Ólafsvík og einn í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir