Leggur til að ríkið niðurgreiði flutning og dreifingu raforku til garðyrkjunnar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á búvörulögum. Frumvarpið leggur til að á árunum 2021-2024 verði vikið frá ákvæðum gildandi búvörusamninga og að ríkissjóður muni á þessum árum greiða niður allan kostnað við flutning og dreifingu raforku vegna framleiðslu garðyrkjuafurða. Jafnframt skuli ríkisjóður greiða helming kostnaðar vegna uppbyggingu á dreifikerfi raforku til garðyrkjubýla, gróðrastöðva og garðyrkjustöðva á tímabilinu. „Markmiðið með frumvarpinu er að ráðast í stórsókn í framleiðslu garðyrkjuafurða. Verði þetta frumvarp að lögum skapast kjöraðstæður fyrir garðyrkjubændur á Íslandi til að efla starfsemi sína og auka framleiðslu. Því er viðbúið að innlend framleiðsla á garðyrkjuafurðum aukist til muna og að fjöldi starfa muni skapast í greininni. Að auki mun aukin framleiðsla garðyrkjuafurða hafa jákvæð áhrif í öðrum greinum atvinnulífsins, svo sem byggingariðnaði. Þá er mikið framleitt af garðyrkjuafurðum á þeim svæðum landsins sem hvað mest finna fyrir samdrætti í ferðaþjónustu og því myndi stórsókn í þeirri framleiðslu sporna við auknu atvinnuleysi á þeim svæðum,“ segir í greinargerð með frumvarpi þingmannsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir