Grásleppusjómenn vilja veiðarnar í aflamark

Yfirgnæfandi meirihluti grásleppusjómanna í Stykkishólmi vill að grásleppan verði sett í aflamark. Á aðalfundi Bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi, sem fram fór fyrr í þessum mánuði, voru þingmenn hvattir til að fara í þá vinnu að setja grásleppuna í aflamark og tryggja þannig stöðugleika í greininni. Telja þeir jafnframt að grásleppusjómenn á landsvísu séu hlynntir aflamarki og beri að hlusta á þá. „Sjónarmið og reynsla þeirra sem stunda grásleppuveiðar þurfa að vega þungt, þyngra en þeirra sem á engan hátt koma að greininni,“ segir í aðsendri grein sjómanna í Skessuhorni.

Lesa má greinina hér

Líkar þetta

Fleiri fréttir