Ólafur Páll Gunnarsson mun stýra dagskrá en honum til halds og trausts er Hlédís Sveinsdóttir.

Útvarp Akranes fer í loftið á morgun

Útvarp Akranes fer í loftið um næstu helgi. Útsendingar hefjast kl. 13:00 á morgun, föstudag og standa fram á sunnudag. Sent verður út fá Símenntunarmiðstöð Vesturlands við Akratorg. Útvarp Akraness hefur fyrir löngu skapað sér sess sem fastur liður í jólaundirbúningi Skagamanna en útvarpið er ein mikilvægasta fjáröflun Sundfélags Akraness.

Sundfélagið hefur staðið fyrir útvarpsdagskrá fyrstu helgina í aðventu undir nafninu Útvarp Akranes allt frá árinu 1988 og verður engin breyting þar á þetta árið. Boðið verður upp á fjölbeytta dagskrá að vanda en mikill fjöldi Akurnesinga og gesta hefur komið við sögu útvarpsins í gegnum tíðina.

Að venju eru það Hlédís og Óli Palli sem hefja leik með þættinum „Synt af stað“ kl. 13:00 á föstudag. Dagskráin hefst síðan bæði á laugardag og sunnudag kl. 9:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir