Guðsteinn Einarsson fyrrum kaupfélagsstjóri. Í baksýn er verslanamiðstöðin Hyrnutorg sem nú er tuttugu ára í dag. Ljósm. mm.

Segir byggingu Hyrnutorgs hafa verið vel undirbúna og heppnaða framkvæmd

Rétt tuttugu ár eru í dag liðin frá því verslanamiðstöðin Hyrnutorg var opnuð við Borgarbraut 58-60 í Borgarnesi, en húsið var vígt sunnudaginn 26. nóvember árið 2000. Bygging Hyrnutorgs var að frumkvæði Kaupfélags Borgfirðinga en félagið stofnaði ásamt Olíufélaginu hf og Samvinnulífeyrissjóðnum félagið Borgarland ehf um uppbyggingu og rekstur hússins. Stjórn og stjórnendur KB litu svo á að hentugra og betur staðsett verslunarhús, en það við Egilsgötu 11, væri lífsnauðsynlegt ætlaði félagið að standast samkeppni og lifa af á breyttum tímum. Þorvaldur T. Jónsson stjórnarformaður KB tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu 26. maí 2000 eða nákvæmlega sex mánuðum áður en húsið var formlega vígt að viðstöddum þrjú þúsund gestum í byrjun aðventu 2000.

Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Guðsteini Einarssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KB. Í viðtali sem birtist í Skessuhorni vikunnar lýsir hann m.a. aðdraganda þess að ráðist var í byggingu 2.260 fermetra verslunarhúss í Borgarnesi en einnig hvernig væntingar um aukin viðskipti samhliða verslun á hentugri stað gengu eftir og gott betur en það. „Bygging Hyrnutorgs var mjög skemmtilegt verkefni, var vel skipulögð framkvæmd, heppnaðist vel og allir sem stóðu að framkvæmdinni leystu sitt verk vel úr hendi. Með Hyrnutorgi og ýmsum öðrum breytingum á rekstri Kaupfélags Borgfirðinga þarna um aldamótin tókst að snúa rekstri félagsins við, þó mikið breyttum,“ segir Guðsteinn.

Sjá ítarlegt viðtal við Guðstein Einarsson í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir