Íslenska kvennalandsliðið spilar þýðingarmikinn leik í dag

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Slóvakíu ytra í undankeppni fyrir EM 2022 í kvöld. Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður sýndur á RÚV. Þetta er næstsíðasti leikur stelpnanna í riðlakeppninni en þær mæta Ungverjalandi næsta þriðjudag, 1. desember. Svíþjóð situr í fyrsta sæti riðilsins með 19 stig og er ljóst að sænsku stelpurnar hafa unnið riðilinn. Ísland situr í öðru sæti riðilsins með 13 stig, Slóvakía er í því þriðja með 10 stig, Ungverjaland er með 7 stig og Lettland ekkert. Ungverjaland á einn leik eftir, gegn Íslandi, en Slóvakía mætir Svíþjóð í lokaleik sínum og Lettland hefur lokið keppni.

Sigri stelpurnar báða sína leiki er góður möguleiki á að þær komist beint áfram í lokakeppnina á Englandi en þau þrjú lið sem hafa bestan árangur í öðru sæti riðlakepninnar komast beint áfram, hin sex liðin spila um þrjú síðustu sætin í lokakepninni. Fyrst þurfa stelpurnar þó að tryggja að þær haldi öðru sætinu en Slóvakía gæti enn stolið því af þeim með sigri gegn Íslandi í kvöld og Svíþjóð í næstu viku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir