Skrifað undir nýjan samning. Ljósm. Víkingur Ó.

Gunnar Einarsson er nýr þjálfari meistaraflokks Víkings Ó

Víkingur Ólafsvík greindi frá í vikunni að Gunnar Einarsson hafi verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings Ólafsvíkur í knattspyrnu. Gunnar tekur við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni og er samningurinn til tveggja ára. Í tilkynningunni segir m.a.: „Gunnar, sem er 44 ára, er spennandi ungur þjálfari sem þjálfaði Kára í 2. deildinni á síðastliðnu keppnistímabili en áður hafði hann þjálfað Leikni í Breiðholti og yngri flokka hjá Val. Sem leikmaður átti Gunnar afar farsælan feril en hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari í knattspyrnu, þrívegis með KR og einu sinni með Val. Alls á hann 236 leiki að baki í meistaraflokki hér á Íslandi. Gunnar lék einnig sem atvinnumaður í Hollandi og á Englandi og þá á hann einn A-landsleik að baki fyrir Íslands hönd. Stjórn Víkings Ó. býður Gunnar velkominn til starfa í Ólafsvík.“

Guðjón Þórðarson fráfarandi þjálfari liðsins segir á facebooksíðu sinni að mismunandi áherslur hafi leitt til þess að ekki náðist samkomulag um framhald á samstarfi hans og Víkings. Það hafi gerst þrátt fyrir að Guðjón hafi gert Víkingi Ó tilboð sem að hans mati hafi verið mjög sanngjart. Þá óskar Guðjón Víkingum alls hins besta og þakkar leikmönnum, aðstoðarmanni og öðru samstarfsfólki fyrir samstarfið í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira