Gefa starfsfólki sveitarfélagsins gjafabréf á þjónustu og verslun í heimabyggð

Borgarbyggð hefur auglýst eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem verða jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin á tímabilinu frá 3. desember til 28. febrúar 2021. Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Borgarbyggð. Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2020. Skráningafrestur er til og með morgundagsins; 27. nóvember. Skráning fer fram á netfanginu maria.neves@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur María Neves, samskiptastjóri í síma 433-7100.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.