Jólatréð að rísa í Skallagrímsgarði. Ljósm. borgarbyggð.is

Breytt fyrirkomulag jólatrésskemmtana í Borgarbyggð

Starfsmenn áhaldahúss Borgarbyggðar hafa að undanförnu unnið við að skreyta jólatré í sveitarfélaginu. Verða þau í Skallagrímsgarði og á Hvanneyri. Jólatréð í Skallagrímsgarði er úr heimabyggð líkt og á síðasta ári. Mikil eftirspurn var eftir því að gefa sveitarfélaginu jólatré í ár en gefendur að þessu sinni eru hjónin Valdimar Reynisson og Þórný Hlynsdóttir í Borgarnesi. Talið er að sitgagrenitré þetta hafi verið gróðursett á árabilinu 1982-1985 miðað við stærð þess og umfang. Uppruna trésins má rekja til Prince Williams flóa í Alaska en talið er að fræið hafi komið frá því svæði. Borgarbyggð þakkar í tilkynningu þeim hjónum fyrir góða gjöf.

Á vef sveitarfélagsins segir: „Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður ekki hefðbundin aðventuhátíð líkt og hefur verið undanfarin ár. Í stað þess munu börn úr 1. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi kveikja á trénu í Skallagrímsgarði mánudaginn 30. nóvember með jólasveinum sem eru með sóttvarnarreglurnar á hreinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.