Viðvörunarstig vegna veðurs hækkað í appelsínugult

Veðurstofan Íslands hækkaði fyrir stundu viðvörunarstig vegna veðurs upp í appelsínugult fyrir tvö spásvæði; Strandir og Norðurland vestra auk miðhálendisins. Appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi kl. 20:00 í kvöld og gilda til morguns.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir: „Ástæðan er sú að útlit er fyrir að vindstyrkur verði meiri en upphafleg spá gerði ráð fyrir. Dálítil óvissa er um hversu hratt hlýnar, en það hefur áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Æskilegt er að fólk kynni sér veðurspár vel og ani ekki út í óvissuna, því útlit er á að élin verði bæði dimm og mjög hvöss.“

Nánar um viðvaranir á vefnum okkar: https://www.vedur.is/vidvaranir

Líkar þetta

Fleiri fréttir