Staðfest kóvidsmit á Vesturlandi eru nú fimm

Samkvæmt tölum sem Lögreglan á Vesturlandi var að birta um útbreiðslu Covid-19 á Vesturlandi kemur fram að samanlagt hefur fólki í einangrun fækkað á Vesturlandi, eru nú fimm. Tveir voru greindir í Grundarfirði á síðasta sólarhring en þar hefur ekki komið upp smit síðan í lok október. Eitt smit er í Borgarnesi. Á Akranesi er tala smitaðra nú komin niður í tvo. Í sóttkví í landshlutanum eru nú fimm manns; einn í Stykkishólmi, einn í Ólafsvík, einn í Borgarnesi og þrír á Akranesi.

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru fimm utan sóttkvíar við greiningu. Nýgengi smita er nú 34,4 á hverja 100.000 íbúa seinustu 14 daga. 43 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af eru tveir á gjörgæslu. 176 eru í einangrun og 291 í sóttkví á landinu öllu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir