Sólarupprás við Langasand. Ljósm. Gunnhildur Lind.

Litadýrð í sólarupprás morgunsins

Engu líkara var en himininn logaði nú í morgun þegar skammdegissólin var að hefja sig á loft. Meðfylgjandi mynd var tekin nú rétt í þessu við Langasand á Akranesi. Í suðri má m.a. sjá bólstrana sem stíga upp frá Hellisheiðarvirkjun. Vafalítið er þessi litadýrð vegna kalda og raka loftsins og endurkasts sólarljóssins í ískristöllum, en mögulega einnig vegna mengunar í kyrru veðrinu. En fallegt var það.

Líkar þetta

Fleiri fréttir