Frá upptökum á jólatónleikum Hljómlistarfélags Borgarfjarðar um síðustu helgi. Ljósm. aðsend.

Kvikmyndafjelagi Borgarfjarðar með ýmis verkefni á aðventunni

Í mörg horn er að líta hjá Kvikmyndafjelagi Borgarfjarðar fyrir jólin en töluvert efni er væntanlegt til birtingar frá félaginu á aðventunni. Næsta laugardag, 28. nóvember, sendir félagið út tónleika með Jónínu Ernu og félögum af tilefni aldarafmælis Sigfúsar Halldórssonar. Þá verður send úr guðsþjónusta fyrsta sunnudag í aðventu, 29. nóvember, úr Borgarneskirkju. „Þetta eru svona verkefni þar sem við sjáum bara um útsendinguna en svo erum við sömuleiðis með eigin verkefni sem eru væntanleg í desember,“ segir Eiríkur Jónsson í samtali við Skessuhorn.

Kynna jólasveinana

Fimmtudaginn 17. desember mun Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar senda út jólatónleika í samstarfi við Hljómlistarfélag Borgarfjarðar en þeir tónleikar voru teknir upp í Landnámssetrinu um síðustu helgi. „Við vorum svo heppin að fá Landnámssetrið lánað núna en þar er lokað útaf Covid. Það er flott stúdíó og við ætlum að taka meira upp þar á næstunni,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fjórðu jólatónleikar Hljómlistafélags Borgarfjarðar í röð en hingað til hefur alltaf verið einn þekktur gestasöngvari. Í ár var því sleppt þar sem ekki var hægt að selja miða og tekjur af verkefninu því takmarkaðar. En það verða þó mjög flottir tónleikar með fínasta heimafólki,“ segir Eiríkur.

Kvæði Jóhannesar um jólasveinana

Föstudaginn 11. desember mun félagið senda út jólaþátt þar sem Sigrún Elíasdóttir mun segja frá íslensku jólasveinunum og fjalla um sköpunarverk Jóhannesar úr Kötlum. „Í framhaldi af því munum við senda út kvæði Jóhannesar um jólasveinana, eitt kvæði á dag fram að jólum, og á hverjum degi mun nýr borgbyggðingur kynna jólasvein dagsins,“ segir Eiríkur og bætir við að hægt verði að nálgast allt efni á youtube síðu Kvikmyndafélags Borgarfjarðar www.kvikborg.is auk þess sem Skessuhorn mun setja inn kynningarnar á jólasveinunum á heimasíðu sína.

Líkar þetta

Fleiri fréttir