Kolbrún er hér að sækja leir. Ljósm. ale.

Gerir tilraunir með íslenskan leir í Leirbakaríiu

Í lágreistu húsnæði á Suðurgötunni á Akranesi, þar sem Brauða- og kökugerðin var áður til húsa, hefur Leirbakaríið komið sér vel fyrir. Það er rekið af leirlistarkonunum Kolbrúnu Sigurðardóttur og Maríu Kristínu Óskarsdóttur. Þær stöllur vinna þar að hönnun sinni og listsköpun. Leirbakaríið rekur leirvinnustofu þar sem boðið er upp á námskeið, hópeflisheimsóknir og ýmsar uppákomur ásamt því að reka þar sölu- og sýningargallerí.

Nördahorn Kollu er hliðarbúgrein við daglegan rekstur Leirbakarísins. Það heldur utan um ástríðuverkefni Kolbrúnar sem er leit að, uppgröftur, skoðun og skráning á íslenskum leir og möguleikum á að nýta hann til leirmunagerðar. Verkefnið sem Nördahornið heldur utan um kallar Kolbrún „Sjálfstæða Íslendinga“. Um er að ræða verkefni sem á að taka þrjú ár í framkvæmd þar sem Kolbrún ferðast með skóflur og dalla um Vesturland, Vestfirði og Austurland og kannar svæði þar sem líklegt er að leir hafi myndast og hægt er að nálgast hann og nýta. Markmiðið er að grafa upp leir, hreinsa og koma í nýtilegt form til leirmunagerðar og skrásetja hvar hann finnst og hverjir eiginleikar hans eru á hverjum stað, ásamt því að fanga litbriði landsins sem sett verða saman í sýningu árið 2022. Blaðamaður Skessuhorns leit við hjá Kolbrúnu og fékk að gægjast inn í Nördahornið og kynnast þeirri tilraunastarfsemi sem þar fer fram, út á hvað hún gengur og hvert þetta stefnir.

Sjá viðtal við Kolbrúnu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.