Hallbera Jóhannesdóttir og Bjarni Þór Bjarnason leiddu saman hesta sína við útgáfu bókarinnar.

Á ferð og flugi með ömmu í Akrafjalli

Árið 2012 skrifaði Hallbera Jóhannesdóttir á Akranesi bókina Á ferð og flugi með ömmu og fékk hún Bjarna Þór Bjarnason listamann til að myndskreyta hana. Hallbera gaf síðan bókin út sjálf. Sú bók var um ömmu og Frey, sem er 6 ára, en þau fara um Akranes og amma fræðir strákinn í leiðinni. Bókin seldist fljótlega upp og eftir áskoranir ákvað Hallbera að gefa hana út aftur vorið 2019 auk þes að láta þýða hana á ensku og bar þá titilinn Granny and her little one exploring Akranes. „Meiningin hjá mér var að selja öllum túristunum sem voru væntanlegir á Akranes, áttu að fara í vitann og í Guðlaugu, en það fór eins og það fór. Sem betur fer ekki mjög stórt upplag, en vantar töluvert upp í kostnað,“ segir Hallbera. Nú hefur hún gefið út aðra bók svipað efnis og nefnist hún Á ferð og flugi með ömmu í Akrafjalli.

Nánar um útgáfu bókarinnar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir