Níu greindust með kórónuveiruna í gær

Níu voru greindir með kórónuveiruna hér á landi í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is og af þeim voru fimm í sóttkví. Aðeins hefur fjölgað í sóttkví milli daga en nú eru 246 í sóttkví í landinu en í gær voru það 220 manns. 186 eru nú í einangrun vegna veirunnar en í gær voru 198 í einangrun.

43 liggja nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af eru tveir á gjörgæslu. Nýgengi innanlandssmita lækkar enn og er nú 39,5 á hverja 100 þúsund íbúa miðað við 40,1 í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir