Síðast voru það Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem tóku við FKA viðurkenningum félagsins.

Kallað eftir tilnefningum til verðlauna Félags kvenna í atvinnulífinu

„Hvaða konur vilt þú heiðra á FKA viðurkenningarhátíðinni? Opið er fyrir tilnefningar,“ segir í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu. „Niðurtalningin er hafin fyrir hátíð FKA þar sem veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Mikilvægt er að fá á blað nöfn ólíkra kvenna af öllu landinu, fjölbreyttan hóp kvenna á lista sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2021,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Á FKA viðurkenningarhátíðinni 2021 verða veittar þrjár viðurkenningar; FKA viðurkenningin, FKA þakkarviðurkenningin og FKA hvatningarviðurkenningin. „Vakin er athygli á að það er hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum eða bara einum flokki. Konurnar sem eru tilnefndar þurfi ekki að vera félagskonur FKA og hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum og allir geta sent inn tilnefningar. Það er svo mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og fá nöfn af fjölbreyttum hópi kvenna á lista og nöfn kvenna af öllu landinu. Hægt er að tilnefna í gegnum meðfylgjandi hlekk og verða tilnefningar að berast fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 26. nóvember 2020.

Tilnefna hér:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfWjSrWW9ZIWRgG3a3mik8KZpvJuc1_baoHE-p0H_2517qIbA/viewform 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.