Grafalvarlegt þegar keðja neyðarþjónustu rofnar

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi tímabils þar sem engar björgunarþyrlur munu vera tiltækar á landinu:

„Þrátt fyrir að Ísland sé lítil eyja eru samgöngur hér sérstaklega yfir vetrarmánuðina oft erfiðar og tímafrekar. Ef bráð veikindi eða slys bera að höndum er mikilvægt að keðja neyðarþjónustu heilbrigðiskerfisins utan spítala sé sterk og þar spila þyrlur Landhelgisgæslunnar afar mikilvægt hlutverk fyrir stóran hluta landsins og er ómissandi fyrir sjófarendur. Slys eða bráð veikindi gera ekki boð á undan sér og fyrirsjáanleg stöðvun þjónustu björgunarþyrlna geta valdið einstaklingum sem þurfa og eiga rétt á aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu ómældum skaða. LSS skorar á samninganefnd ríkisins að leita allra leiða til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar og koma í veg fyrir grafalvarlegt ástand sem skapast þegar keðja neyðarþjónustu er rofin.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.