Öxulþungatakmarkanir á Hvítárbrú norðan Húsafells

Á vef Vegagerðarinnar er sagt frá því að leyfilegur ásþungi á Hvítárbrú milli Húsafells og Kalmanstungu í Borgarfirði hafi verið tekinn niður í fimm tonn. Undirstöður brúarinnar eru laskaðar. Fyrir ökumenn venjulegra fólksbíla og jeppa hefur þetta engar breytingar í för með sér en fyrir stærri flutninga- og vörubíla er brúin lokuð. Verktakar sem nú vinna við vegagerð í Húsafelli þurfa því að aka mun lengri leið en áður. Þeir vinna við að sækja efni í námu sem er á árbakkanum rétt norðan við brúnna. Í stað þess að aksturinn taki innan við tíu mínútur tekur nú um eina og hálfa klukkustund að sækja efni í námuna. Fara þarf yfir brúnna við Brúarás og síðan inn Hvítársíðuveg. Í stað rúmlega fimm kílómetra spotta er leiðin nú orðin rúmir 50 kílómetrar.

Ástæðan fyrir þessum takmörkunum er að annar af stöplum brúarinnar hefur gefið sig. Biti sem er hluti af undirstöðum hefur tærst og brúin því veikari en ella. Að sögn talsmanns Vegagerðarinnar er bitinn til viðgerðarinnar tilbúinn og bíður nú uppsetningar. Ekki liggur fyrir hvenær gert verður við brúna og öxulþungatakmörkunin þar með felldar úr gildi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira