Minningartónleikar á hundrað ára ártíð Sigfúsar Halldórssonar

Þann 7. september síðastliðin voru liðin 100 ár frá fæðingu tónskáldsins ástsæla Sigfúsar Halldórssonar. Af því tilefni verður dagskrá í tali og tónum streymt frá Borgarnskirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 16:00. Þeir sem taka þátt í dagskránni eru Gunnlaugur Sigfússon sonur tónskáldsins, sem segir frá ýmsu um tilurð laganna sem verða flutt auk þess að segja frá áhugaverðum atriðum úr ævi Sigfúsar, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Vígþór Sjafnar Zophoníasson tenór og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari.

„Vegna samkomutakmarkana þá verður dagskráin tekin upp í Borgarneskirkju af Kvikmyndafjelagi Borgarfjarðar og send út á youtube-rás Kvikmyndafjelagsins. Viðburðurinn verður öllum opinn. Einnig má sjá á fésbókarsíðu viðburðarins nokkrar myndir sem Sigfús málaði en auk þess að vera tónlistarmaður, þá var hann menntaður í myndlist og vann sem leiktjaldamálari og hélt nokkrar myndlistarsýningar. Í dagskránni má heyra ýmsar perlur Sigfúsar eins og Litlu fluguna og Dagný en einnig minna þekkt lög og m.a. verður flutt fyrsta lag sem til er á nótum eftir hann In Memorium og síðasta lagið sem hann samdi, Söknuður,“ segir í tilkynningu vegna viðburðarins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir