Hyrnutorg í Borgarnesi. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson, Tækniborg.

Afmælis Hyrnutorgs gerð skil í næsta Skessuhorni

Næstkomandi fimmtudag verða tuttugu ár liðin frá vígslu verslanamiðstöðvarinnar Hyrnutorgs í Borgarnesi. Með Skessuhorni á miðvikudaginn fylgir lítið sérblað tileinkað tímamótunum þar sem rætt er við núverandi verslanaeigendur í húsinu og byggingarsaga hússins rifjuð upp með Guðsteini Einarssyni fyrrverandi kaupfélagsstjóra KB.

Skessuhorni verður af þessu tilefni, auk venjubundinnar dreifingar, frídreift inn á öll heimili í Borgarbyggð og Skorradal. Auglýsendur sem vilja nýja tækifæri er bent á að hafa samband við markaðsdeild Skessuhorns í dag eða fyrramálið í síma 433-5500 eða á netfanginu auglysingar@skessuhorn.is

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir