Þyrla sótti sjúkling í Dalina

Þyrla Landhelgisgæslunanr lenti á þriðja tímanum í dag við Landspítalann í Fossvogi með sjúkling sem sækja þurfti í Dalasýslu. Fréttavefur mbl.is greinir frá og hefur eftir Ásgeiri Erlingssyni upplýsingafulltrúa LHG að óskað hafi verið eftir þyrlunni eftir hádegið í dag vegna bráðra veikinda manneskju skammt frá Búðardal. Þyrlan lenti við Landspítalann um klukkan hálf þrjú í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir