
Tíu voru greindir með veiruna í gær
Tíu voru greindir með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Þar af voru sex í sóttkví. 52 liggja nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af eru þrír á gjörgæslu.
Í dag eru 232 í einangrun á landinu vegna Covid-19 og 318 í sóttkví sem er fækkun frá því í gær þegar 348 manns voru í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita er nú 48,5 sem er ögn lægri tala en í gær þegar nýgengi innalandssmita var 50,7.
Alls hafa 5.251 greinst með veiruna hér á landi og 26 hafa látist.
Tölur um smit á Vesturlandi hafa ekki borist ritstjórn.