Miðstigi er nú kennt í Leifsbúð í Búðardal. Ljósm. sm.

Miðstigi Auðarskóla er nú kennt í Leifsbúð

Í vikunni má segja að þriðju lotu samkomutakmarkana vegna Covid-19 hafi lokið. Henni fylgdu ýmsar hertar aðgerðir og takmarkanir m.a. á skólahaldi. Var nemendur á miðstigi og unglingastigi Auðarskóla í Dölum til skiptis kennt heima eða í skólanum sínum. Þetta fyrirkomulag reyndi vissulega bæði á börnin og foreldra þeirra. Til að koma til móts við nemendur leitaði skólinn lausna svo nemendur gætu mætt í skólann alla daga. Náð var samstarfi við rekstraraðila Leifsbúðar og fer nú kennsla á miðstigi skólans fram í Leifsbúð þar til reglugerðir um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar verða rýmkaðar. Fréttaritari Skessuhorn kíkti í gær í heimsókn í skólann í Leifsbúð. Ljóst er að bæði nemendur og starfsfólk skólans taka þessum tilfæringum fagnandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir