Hjónin Andrea Maria Sosa Salinas og Eyþór Orri Þórðarson með Silviu Dinora Salinas Martinez og fremst í mynd er Olivia, dóttir Andreu og Eyþórs.

Mæðgur í Borgarnesi gera sultur úr tómötum

Olivia‘s Gourmet er lítið fjölskyldufyrirtæki í Borgarnesi sem framleiðir og selur handgerðar sultur úr íslenskum tómötum með suður-amerískum kryddum. Það eru mæðgurnar Andrea Maria Sosa Salinas og Silvia Dinora Salinas Martinez sem standa að Olivia‘s Gourmet í samstarfi við Bjarteyju Magnúsdóttur, tengdamóður Andreu. Mæðgurnar koma frá El Salvador en fluttu til Íslands árið 2016. Þá kynntist Andrea Eyþóri Orra Þórðarsyni í Borgarnesi og urðu þau ástfangin. Í dag eru þau gift og eignuðust sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári, dótturina Oliviu.

Sulturnar hittu í mark

Andrea, sem er konditori að mennt, segir litla fjölskyldufyrirtækið vera mikla blessun fyrir þær mæðgur. „Mig hefur lengi langað að gera eitthvað við grænu tómatana, á stigi tvö. Það eru mjög góðir tómatar en fólk veit oft ekki hvernig hægt er að nota þá. Við komumst í samband við garðyrkjubændur og fengum hjá þeim tómata til að prófa að búa til eitthvað sniðugt. Við byrjuðum á að gera salsa sósur. Við fengum mikið af tómötum að við vissum ekkert hvað við ættum að gera við þá alla,“ segir Andrea. Þá kviknaði hugmyndin að sultunum. „Þetta voru mjög góðir tómatar og við urðum að finna eitthvað til gera eitthvað úr þeim og ákváðum að prófa að sjóða þá í sultu. Við gáfum fólkinu í kringum okkur sultur að smakka og þær þóttu svo góðar að allir sögðu okkur að gera meira og prófa að selja. Þannig kviknaði í raun þessi hugmynd að Olivia‘s Gourmet,“ segir Andrea. „Við hefðum ekki getað gert þetta nema með góðri aðstoð frá vinum okkar hér í Borgarnesi, þeim Signýju Óskarsdóttur og Monicu Gomez,“ bætir hún við.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira