Kirkjugarðurinn í Görðum á Akranesi. Ljósm. mm.

Lionsmenn undirbúa uppsetningu ljósakrossa í kirkjugarðinum

Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum í Görðum nú í byrjun aðventunnar. Afgreiðslutímar að þessu sinni verða laugardaginn 28. nóvember frá kl. 11 til 15.30, sunnudaginn 29. nóvember frá kl. 13 til 15.30 og laugardaginn 5. desember frá kl. 13 til 15.30. Rétt er að hafa í huga að grímuskylda verður í kirkjugarðinum og sérstaklega hjá gjaldkera og ekki fleiri en tveir mega vera inni hjá honum á sama tíma.

Verðið fyrir krossinn verður 7.000 krónur sem er sama verð og undanfarin ár. Hægt er að hafa samband við Ólaf Grétar Ólafsson í síma 844-2362, eða á netfangið oligretar@aknet.is, eða Valdimar Þorvaldsson í síma 899-9755 eða á netfangið valdith@aknet.is. Þeir sem panta kross með þessu móti geta greitt 7.000 kr. inn á reikning 0186-26-017754 kt: 530586-1469.  Nú þegar er byrjað að taka við pöntunum í gegnum tölvupóst og síma. Gott er að þeir sem panta tilgreini nafn og dánardag þess sem um ræðir, svo auðveldara verði að finna leiðið.

Stuðningur ykkar hefur verið okkur dýrmætur í gegnum tíðina og gert okkur kleift að styrkja mörg málefni. Ber þar fyrst að nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Mæðrastyrksnefnd Akraness, Dvalarheimilið Höfða auk annara aðila. Þá höfum við styrkt alþjóðahjálparsjóð Lionshreyfingarinnar og lagt okkar lóð á vogarskálina þar. Þess má geta að eftir að Covid-19 kom upp, þá hefur sjóðurinn deilt út styrkjum sem nema 5.225.246 USD, sem á gengi dagsins í dag eru 714.552.000 kr.  Það má því segja að stuðningur Akurnesinga og velunnara klúbbsins skili sér víða um heiminn.  Um leið og við Lionsmenn þökkum kærlega fyrir frábæran stuðning undanfarin ár vonumst við til þess að sá stuðningur haldi áfram.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir