Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness fer fram þriðjudaginn 15. desember að Bárugötu 8-10 (þar sem HB Grandi var – gengið er inn um aðaldyrnar að framan). Tekið er á móti umsóknum dagana 19. og 20. nóvember og 26. og 27. nóvember á milli kl. 11 og 13. Hægt er að sækja um í síma 859-3000 (María) og í síma 859-3200 (Svanborg). Einnig má sækja um í tölvupósti á netfangið maedrastyrkurakranes@gmail.com (vinsamlegast ekki sækja um á Facebook).

Nýir umsækjendur og þeir sem hafa ekki skilað inn gögnum síðan í desember 2019 þurfa að skila inn gögnum núna, búsetuvottorði sem fæst hjá Akraneskaupstað og staðgreiðsluskrá en hana má nálgast á netinu eða á skrifstofu RSK. Það má skila gögnunum rafrænt og einnig má setja þau í umslag og innum lúguna í húsi Rauða krossins að Skólabraut 25a. Vinsamlegast sækið um á auglýstum tíma.

Með bestu kveðju,

Mæðrastyrksnefnd Akraness

Líkar þetta

Fleiri fréttir