Hækka atvinnuleysisbætur umfram boðaða hækkun um áramót

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða sérstakt viðbótarálag á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári sem koma á til móts við þann stóra hóp sem á næstu mánuðum fellur út af tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Álagið hljóðar uppá 2,5% og kemur til viðbótar þeirri 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2% og þær verða því 307.403 kr. Hækkaðar greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda verða framlengdar út næsta ár þar sem 6% viðbótarálag reiknast ofan á grunnatvinnuleysisbætur vegna framfærslu hvers barns, í stað 4% áður. Auk þess verður greidd desemberuppbót til þeirra sem eru í staðfestri atvinnuleit sem hljóðar uppá rúmar 86 þúsund krónur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir