Borgarnesdagatalið er komið út

Þessa dagana er Borgarnes dagatalið 2021 að koma út. Það er veggdagatal með 13 myndum frá Borgarnesi, teknum í öllum mánuðum ársins. Skoða má myndirnar á dagatalinu og fá nánari upplýsingar á slóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal. Þá er hægt að panta dagatalið hjá Þorleifi Geirssyni útgefenda og það verður einnig til sölu á Olís stöðinni í Borgarnesi. Meðfylgjandi mynd er júnímynd dagatalsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir