Spakir ökumenn á akstri við leikskóla

Í síðustu viku var lögregla í ómerktum bíl við radarmælingar á Ketilsflöt nálægt leikskólanum Akrasel á Akranesi. Mælingin átti sér stað á háannatíma, á milli kl. hálf átta og hálf níu að morgni. 138 bílar óku framhjá og ók enginn svo hratt að refsing hlytist af. Sá sem hraðast ók var á 33 kílómetra hraða. Þetta er að sögn lögreglu afar góð hegðun ökumanna og þakkarverð.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira