
Kjörbúðin lætur gott af sér leiða á Snæfellsnesi
Nýlega veitti Kjörbúðin fjóra styrki til stofnana og félagasamtaka á Vesturlandi og Vestfjörðum. Styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að standa við bakið á samfélagslega mikilvægum verkefnum í nærumhverfi Kjörbúðarinnar á hverjum stað. Samtals veitir verslunin 41 styrk um land allt. Málefnin sem hljóta styrki í ár eru af ólíkum toga. Leikskólinn Glaðheimum, félag eldri borgara á Grundarfirði, Ungmannafélagið Víkingur/ Reynir og Ungmennafélag Grundarfjarðar hlutu öll styrk að þessu sinni.
„Þetta er hluti af stefnu okkar um að gefa til baka. Kjörbúðir, sem hétur áður öðrum nöfnum, hafa alltaf styrkt vel við sitt nærsamfélag. Þessi nýjung að leyfa viðskiptavinum að velja hófst 2019 en vegna Covid þurfti að breyta aðferðafræðinni en stefnum er á að 2021 verði þetta komið í þann farveg sem við ætlum. Við finnum fyrir miklum meðbyr úr sveitarfélögunum. Tekjusamdráttur hefur orðið í flestum sveitarfélögum á landinu, styrkirnir okkar koma því að góðum notum. Oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í fréttatilkynningu.