Dregur hratt úr útbreiðslu Covid – tólf veikir á Vesturlandi

Fjögur ný innanlandsmit greindust í gær af Covid-19 á landinu og höfðu tveir hinna smituðu verið í sóttkví. Í nýjum tölum á Covid-19 vefnum kemur fram að áfram fækkar þeim sem eru í einangrun og sóttkví. Nýgengi smita er nú komið niður í 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa sem er það lægsta í Evrópu. 51 eru á sjúkrahúsi og þar af eru fjórir á gjörgæslu.

Hér á Vesturlandi eru nú tólf í einangrun; ellefu á Akranesi og einn í Borgarnesi. Sextán eru í einangrun og eru þeir; einn í Stykkishólmi, einn í Ólafsvík, þrír í Borgarnesi og ellefu á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.