Björgunarsveitin Ok endurnýjar í tækjaflotanum

Undir lok síðustu viku fékk Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði afhent tvö ný sexhjól í tækjaflota sinn. Munu þau koma í stað tveggja eldri hjóla; fjórhjóls og sexhjóls, sem verða seld. Nýju hjólin kosta björgunarsveitina um sjö milljónir króna nettó, þ.e. þegar búið er að gera ráð fyrir niðurfellingu gjalda sem björgunarsveitum stendur til boða. Hjólin eru af gerðinni Can-am og er það Ellingsen sem flytur þau inn. Blaðamaður Skessuhorns leit í heimsókn í Þorsteinsbúð, bækistöð björgunarsveitarinnar síðastliðinn sunnudagsmorgun, þegar stjórn sveitarinnar kom saman til fundar og prufukeyrði nýju hjólin.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir