Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag

Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn og á vef Umhverfisstofnunar er vakin athygli á því vandamáli sem úrgangur er í fráveitu um allt land. Þar segir m.a.: “Á hverju ári koma um 120 tonn af ýmsum óæskilegum úrgangi í hreinsistöðvar Klettagarða og Ánanaust í Reykjavík. Það þýðir að hálft kíló af rusli fer í klósettin eða niðurföll á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu! Þá er óupptalið hvað safnast í fráveitukerfi annars staðar á landinu.” Jafnframt segir: “Blautþurrkur, sótthreinsiklútar, tannþráður, smokkar, eyrnapinnar, bómullahnoðrar, hár og annar úrgangur á ekki heima í fráveitukerfinu okkar.

Umhverfisstofnun, Samorka, Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðiseftirlitin hafa látið gera kynningarefni, frítt fyrir alla sem allir geta nýtt sér og deilt áfram að vild. Þar eru allir hvattir til að setja bara piss, kúk og klósettpappír í klósettin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira