
Tveir Skagamenn á Wembley í kvöld
Tveir Skagamenn eru mættir á Wembley til að spila með A landsliðinu í knattspyrnu gegn Englendingum, en leikurinn fer fram í kvöld. Þetta eru þeir Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Arnór er leikmaður CSKA Moskva í Rússlandi og hefur hann spilað ellefu leiki fyrir A landsliðið og skorað eitt mark.
Ísak Bergmann er leikmaður IFK Norrköping í Svíþjóð og gæti leikið sinn fyrsta A landsleik í dag.