Stýrivextir lækkaðir um fjórðung

Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti í morgun vaxtaákvörðun sína en þar eru stýrivextir lækkaðir um fjórðung, eða 0,25 prósentustig. Eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 0,75% eftir ákvörðunina.

Í tilkynningunni segir m.a. að fjölgun COVID-19 smita á haustdögum og hertar sóttvarnir valdi því að dregið hafi úr þeirri viðspyrnu í efnahagslífinu sem hófst á þriðja fjórðungi ársins eftir sögulegan samdrátt á öðrum ársfjórðungi. Jafnframt segir að efnahagshorfur hafi versnað, óvissa um um þær sé mikil og að þróun efnahagsmála muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar.

Gengi krónunnar hefur verið tiltölulega stöðugt en verðbólga hefur aukist og var 3,6% í október. Seðlabankinn spáir 3,7% verðbólgu að meðaltali fram á næsta ár en að hún taki þá að hjaðna enda slakinn í þjóðarbúinu mikill.

Líkar þetta

Fleiri fréttir