María Guðrún Guðmundsdóttir í nýju húsnæði Pastel. Hún hefur aukið vöruúrvalið talsvert auk þess að hafa opnað vefverslun. Ljósm. af.

Pastel opnar í dag í nýju húsnæði í Ólafsvík

Hársnyrtikofan Pastel í Ólafsvík hefur flutt starfsemi sína að Ólafsbraut 19 í húsnæði sem áður hýsti veitingastað. María Guðrún Guðmundsdóttir eigandi Pastel segir að aðstaðan sé öllu betri og stærri en í gamla húsnæðinu. Eiginmaður Maríu, Gísli Bjarnason, sá að mestu leyti um breytingar á staðnum og er óhætt að þarna sé listamaður að verki og aðstaðan öll hin glæsilegasta.

„Við bættum við okkur einum stól og erum með þrjá stóla núna og verður við tvær að vinna út desember. Svo ef einhver hársnyrtir er á lausu þá er honum velkomið að bætast í hópinn.“ Að sögn Maríu er svo til allt uppbókað fram að jólum. Hún segir að samhliða þessum breytingum hafi hún opnað vefverslunina pastelbudin.is. „Við keyrum frítt heim til viðskiptavina okkar hér í Snæfellsbæ.“ María segir að þetta hafi verið erfitt ástand þegar lokað var vegna Covid-19 og talsvert tekjutap hafi verið, en þau hafi ákveðið að nýta tímann vel til þess að staðsetja nýja húsnæðið. Pastel verður opnað á nýjum stað í dag, 18 nóvember, en þá mega hárgreiðslustofur opna að nýju eftir samkomutakmarkanir frá því um mánaðamótin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir