Sýni tekið. Ljósm. úr safni/ kgk.

Níu af ellefu nýjum covidsjúklingum voru í sóttkví við greiningu

Í gær greindust ellefu með kórónuveiruna innanlands og voru níu af þeim í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Nú eru 55 á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af fjórir á gjörgæslu. 267 eru nú í einangrun, samanborið við 302 í gær. Þá eru 384 í sóttkví í dag og hefur fækkað um 179 frá í gær.

Á Vesturlandi eru nú tólf í einangrun með sjúkdóminn; 11 á Akranesi og einn í Borgarnesi. Tuttugu eru í sóttkví í landshlutanum; einn í Stykkishólmi, einn í Ólafsvík, þrír í Borgarnesi og 15 á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir