Þegar Framköllunarþjónustan fékk nafnið Brúartorg var einnig opnuð ný vefverslun.

Framköllunarþjónustan heitir nú Brúartorg

Á 31 árs afmæli Framköllunarþjónustunnar í Borgarnesi stíðastliðinn laugardag var nafni verslunarinnar breytt í Brúartorg og ný vefverslun sömuleiðis sett í loftið. Framköllunarþjónustuna opnuðu hjónin Svanur Steinarsson og Elfa Hauksdóttir við Borgarbraut 11 í Borgarnesi árið 1989. Þar starfaði fyrirtækið til ársins 1998 þegar starfsemin flutti í núverandi húsnæði við Brúartorg 4. Aðspurður segir Svanur að lengi hafi staðið til að breyta nafninu en þeim þótti það ekki nógu þjált og ekki passa við þá þjónustu sem þau bjóða uppá í dag. „Í þessi ár sem við höfum rekið Framkölunarþjónustuna hefur margt breyst og við reynt að laga okkur að breyttum aðstæðum. Til að mynda tók netframköllun nánast alveg við af hefðbundinni filmuframköllun,“ segir Svanur og bætir við að þjónustan einskorðist þó ekki aðeins við ljósmyndun og framköllun. „Í Framköllunarþjónustunni, nú Brúartorgi, er einnig boðið upp á prentun og uppsetningu nafnspjalda, prentun teikninga, plöstun og úraviðgerðir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Svanur „Við höfum líka undanfarin ár verið að bæta við vöruúrvalið og erum nú með gott úrval af bæði hannyrða- og gjafavöru,“ bætir hann við.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir