Sjö voru greindir í gær með Covid

Sjö voru greindir með kórónuveiruna hér á landi í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is og af þeim voru sex í sóttkví. 302 eru nú í einangrun vegna veirunnar og 563 í sóttkví. 57 liggja á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af eru fjórir á gjörgæslu.

Á Vesturlandi eru nú 15 í einangrun með kórónuveiruna, þar af eru 13 á Akranesi og tveir í Borgarnesi. 22 eru í sóttkví í landshlutanum; 16 á Akranesi, þrír í Borgarnesi, tveir í Ólafsvík og einn í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir