Grímuskylda afnumin á miðstigi grunnskóla

Börn í 5. – 7. bekk grunnskóla verða undanþegin grímuskyldu og tveggja metra nálægðartakmörkunum frá og með morgundeginum, líkt og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn. Grímuskylda kennara gagnvart þessum börnum verður einnig afnumin. Skýrt verður kveðið á um að á útisvæðum leik- og grunnskóla séu engar kröfur sem hindra blöndun hópa, né kröfur varðandi fjöldatakmarkanir, nálægðartakmarkanir eða grímunotkun. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þetta í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Reglugerðarbreyting þessa efnis verður birt í Stjórnartíðindum í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir