Minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa fór fram í gærkveldi

Í gær var alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Undanfarin ár hafa fulltrúar viðbragðsaðila og stjórnvalda komið saman á þyrlupallinum við Fossvog í Reykjavík, en frá því var horfið að þessu sinni vegna sóttvarnaráðstafana. Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar stóðu hins vegar fyrir minningarathöfnum á nokkrum stöðum á landinu í tilefni dagsins. Klukkan 19 í gær var kveikt á kertum og þeirra minnst sem látið hafa lífið í umferðinni. Streymt var frá þessum viðburðum í beinni vefútsendingu á Facebook, en þeir voru meðal annars haldnir á Akranesi og í Borgarnesi. Meðfylgjandi er skjáskot af útsendingunni í Borgarnesi þar sem björgunarsveitarfólk, sjúkraflutningafólk, slökkviliðsmenn og lögregla voru mætt. Þetta er fólkið sem ávalt er kallað til þegar alvarleg slys verða í umferðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir