Nýgengi smita komið niður í 71 á hverja 100 þúsund íbúa

Þrjú smit af Covid-19 greindust innanlands í gær. Þau hafa ekki verið færri í rúma tvo mánuði, frá 13. september þegar tvö smit greindust. 878 sýni voru greind í gær. Nýgengi smita innanlands er komið í 71,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Það fór hæst í 291,5 17. október.

Á Vesturlandi eru nú tuttugu manns í sóttkví og fimmtán í einangrun með Covid-19. Sautján eru í sóttkví á Akranesi og þrettán í einangrun. Í Borgarnesi eru tveir í sóttkví og tveir í einangrun og í Ólafsvík er einn í sóttkví. Önnur heilsugæsluumdæmi á Vesturlandi eru veirufrí sem stendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir