Minningarstund í kvöld tileinkuð fórnarlömbum umferðarslysa

Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir minningarathöfnum víða um landið kl. 19 í kvöld í tilefni af minningardeginum. Þar verður kveikt á kertum og þeirra minnst sem hafa látið lífið í umferðinni. Streymt verður frá þessum viðburðum í beinni vefútsendingu á Facebook.

Minningarviðburðir verða haldnir á eftirtöldum stöðum um landið: Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Patreksfirði, Ólafsfirði, Neskaupstað, Hellu, við Kögunarhól í Ölfusi, Keflavík og Garði.

Hér er bein slóð inn á Facebook síðuna þaðan sem streymt verður

Líkar þetta

Fleiri fréttir