Ógnandi viðskiptavinur beit í harðfisk

Rétt fyrir miðnætti að kvöldi föstudags í síðustu viku barst Neyðarlínu tilkynning um ógnandi viðskiptavin sem neitaði að nota grímu í verslun Olís við Brúartorg í Borgarnesi. Þegar lögregla mætti á staðinn hitti hún fyrir hinn meinta ógnandi viðskiptavin sem sat í bíl sínum. Sá þverneitaði að hafa verið ógnandi. Sagðist hafa verið með grímu í versluninni en hafa tekið hana niður við útidyr til þess að fá sér bita af harðfiski. Lögreglu tókst að róa viðstadda og leiðbeindi að því loknu um grímunotkun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir