Salbjörg Nóadóttir er hér með fullt skottið af gjöfum á leið til Reykjavíkur þar sem pakkarnir verða afhentir til áframsendingar til Úkraínu. Ljósm. tfk.

Með skottið fullt af gjöfum til úkraínskra barna

Verkefnið „jól í skókassa“ er orðið árlegur viðburður sem KFUM og KFUK á Íslandi skipuleggur hér á landi. Félagar í Grundarfirði taka virkan þátt. Undanfarin misseri hafa þær Anna Husgaard Andersen og Salbjörg Nóadóttir tekið á móti ófáum jólakössum frá ungum Grundfirðingum. Gefendur eru á öllum aldri en langflestir koma þó úr grunnskólanum. Í venjulegu árferði hafa bekkirnir í skólanum séð um þetta en vegna Covid-19 var ákveðið að auglýsa eftir pökkum frá einstaklingum en ekki hópum eins og áður hefur verið. Að þessu sinni söfnuðust 43 kassar í Grundarfirði og var Salbjörg að ganga frá þeim fyrir sendingu er ljósmyndari Skessuhorns náði tali af henni. Gjafirnar eru sendar til Úkraínu á munaðarleysingjaheimili og barnaspítala en viðtakendur gjafanna eru börn sem búa við sára fátækt. Þær Anna og Salbjörg vilja koma á framfæri kærum þökkum til íbúa Grundarfjarðar fyrir frábærar viðtökur við verkefninu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir