Fækkar í sóttkví á Vesturlandi

Í gær voru greind 8 kórónuveirusmit á Íslandi. Af þeim voru aðeins tveir í sóttkví eða 25%. 822 sýni voru tekin við skimun innanlands í gær en 406 á landamærunum. Öll smitin greindust við einkennasýnatöku.

Nýgengi innanlandssmita hefur lækkað hratt undanfarið. Hæst fór það í 291,5 þann 17. okt en var í gær 87,8. Nýgengi landamærasmita er nú 10,4. Í sóttkví eru nú 883, í skimunarsóttkví eru 850 og 447 eru í einangrun. 61 er á sjúkrahúsi og af þeim eru tveir á gjörgæslu.

Á Vesturlandi fækkar þeim sem eru í sóttkví úr 76 í 24. Þá fækkar þeim sem eru í einangrun úr átján í sextán.

Líkar þetta

Fleiri fréttir