Þrjár bílveltur sama daginn

Í gær hófst dagurinn með því að víðast hvar á Vesturlandi var ísing og hálka og var hún fram á daginn. Aðstæður urðu þess valdandi að þrjár bílveltur urðu á Snæfellsnesi, sem allar má rekja til hálku og þess að slabb myndaðist á þjóðvegunum. Engin teljandi slys urðu á fólki í þessum óhöppum, en kalla þurfti til tækjabíla og þá fóru sjúkraflutningamenn og lögreglumenn á vettvang. Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi þar sem bíll hafði oltið skammt vestan við afleggjarann að Eiði í Kolgrafafirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir