Nóvember úthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness í næstu viku

Mæðrastyrksnefnd Akraness mun hafa úthlutum þriðjudaginn 17. nóvember frá klukkan 13 til 17. „Við úthlutum kortum að þessu sinni og hreinlætisvörum frá Nivea. Við gefum fólki tíma um hvenær það getur komið og sótt, en þeir sem treysta sér ekki til að koma fá sent heim,“ segir í tilkynningu.

Nýir umsækjendur þurfa að skila inn búsetuvottorði en það fæst á skrifstofu Akraneskaupstaðar og staðgreiðsluskrá en hana er hægt að nálgast á síðu RSK eða á skrifstofu þeirra. „Umsækjendur geta hringt í síma 859-3000 (María) eða 859-3200 (Svanborg) á milli kl. 11-13 virka daga fram að úthlutun eða sent á netfangið maedrastyrkurakranes@gmail.com  Munið að vera með grímu.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir